Innlent

Strætó þarf að greiða Teiti Jónas­syni tæp­lega 200 milljónir

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Strætó bs. þarf að greiða Teiti Jónassyni ehf. um 194 milljónir króna auk málskostnaðar.
Strætó bs. þarf að greiða Teiti Jónassyni ehf. um 194 milljónir króna auk málskostnaðar. Vísir/Vilhelm

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í dag um bótaskyldu og þarf Strætó bs. að greiða Teiti Jónassyni ehf. um 194 milljónir króna auk málskostnaðar. Málið var höfðað vegna útboðs Strætó á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009.

Árið 2009 lýsti Strætó bs. eftir þátttakendum í lokuðu útboði um akstur strætisvagna. Teitur Jónasson ehf. var meðal þeirra sem buðu í aksturinn. Að loknu útboði var samið við Hagvagna hf. og Kynnisferðir ehf. Þá kom í ljós að vagnar Hagvagna uppfylltu ekki skilyrði útboðsgagnanna og að Hagvögnum hafi verið afhentir vagnar til að geta staðið við skuldbindingar sínar.

Forsvarsmenn Teits Jónassonar ehf töldu að meginreglur útboðsréttar hefðu verið brotnar og höfðuðu mál til greiðslu bóta vegna hagnaðarmissis. Bótaskylda Strætó var staðfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vor í fyrra en dómnum var áfrýjað til Landsréttar.

Upphafstíma dráttarvaxtakröfu Teits Jónassonar ehf. var breytt auk þess sem fjárhæð kröfu hans var lækkuð til samræmis við niðurstöðu leiðréttrar undirmatsgerðar.

Dómur Landsréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×