„Er mér óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 14:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes' Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Eftir 4-2 tap gegn Slóvakíu á dögunum í undankeppni EM er ljóst að eina færa leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumót næsta árs í Þýskalandi er nú í gegnum mögulegt umspil Þjóðadeildarinnar. Fari svo að Ísland fái heimaleik í því umspili þykir nokkuð ljóst að hann fari í raun og veru ekki fram á heimavelli liðsins, Laugardalsvelli. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Umræða um aðstöðuleysi landsliða okkar í fótbolta er ekki ný af nálinni en lítið hefur þokast áfram í þeim efnum er snúa að því að gera aðstöðunna betri. „Það er langt síðan byrjað var að ræða þetta,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, aðspurður hvað honum finnist um að spila mögulega mikilvægan heimaleik erlendis. „Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að það fari í einhverjar framkvæmdir. Laugardalsvöllur er búinn að vera lengi á undanþágu, bæði hjá FIFA og UEFA.“ Það sé honum óskiljanlegt að ekkert sé búið að gerast. „Það var meðbyr árin 2016-2018. Afhverju það var ekki farið í þetta þá veit ég ekki. Það er því miður ef við förum í umspilið og fáum heimaleik í seinni leik þess, þegar að við höfum unnið fyrri leikinn, og getum ekki spilað heimaleikinn okkar heima. Það er svolítið spes.“ Klippa: Aron Einar: Það er svolítið spes'
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn