Kvennalið Grindavíkur mætti Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna og vann öruggan þrjátíu stiga sigur 93-63. Karlaliðið fylgdi því eftir með öðrum góðum sigri en þeir lögðu Hamar 100-80 fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda.
Gríðarleg stemmning var í Smáranum. Boðið var upp á fisk og franskar og þá var búið að setja upp stuðningsmannasvæði á Kópavogsvelli en Breiðablik var Grindavík innan handar með skipulagningu dagskrár.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Hulda Margrét ljósmyndari Vísis tók í Smáranum í gær.









































