Hraðar og óvæntar vendingar hjá stærsta gervigreindarfyrirtækinu Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2023 10:37 Sam Altman og Satya Nadella á gervigreindarráðstefnu í San Francisco fyrr í þessum mánuði. Microsoft hefur ráðið tvo stofnendur fyrirtækisins OpenAI til að leiða nýtt rannsóknarteymi á sviði gervigreindar, nokkrum dögum eftir að stjórn OpenAI rak annan þeirra og hinn sagði upp í mótmælaskyni. OpenAI er fyrirtækið á bakvið Chat GPT gervigreindina vinsælu. Vendingarnar kringum OpenAI hafa verið hraðar síðustu daga. Sam Altman, fyrrverandi forstjóri, var rekinn af stjórn OpenAI á föstudaginn, að virðist vegna Ilya Sutskever, sem var einnig einn stofnenda fyrirtækisins. Strax í kjölfarið hætti Greg Brockman, stjórnarformaður og annar stofnandi fyrirtækisins, í mótmælaskyni. Um helgina stóðu yfir viðræður um að þeir myndu snúa aftur en ljóst var í gærkvöldi að þær viðræður myndu ekki skila árangri. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Satya Nadella, forstjóri Microsoft, að bæði Altman og Brockman hefðu verið ráðnir til fyrirtækisins og að þeir og aðrir starfsmenn þeirra myndu ganga til lið við Microsoft. I m super excited to have you join as CEO of this new group, Sam, setting a new pace for innovation. We ve learned a lot over the years about how to give founders and innovators space to build independent identities and cultures within Microsoft, including GitHub, Mojang Studios, — Satya Nadella (@satyanadella) November 20, 2023 Á sama tíma tilkynnti stjórn OpenAI að Emmett Shear, fyrrverandi forstjóri Twitch, myndi taka við sem forstjóri fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að hegðun Altman gagnvart stjórninni og skortur á gagnsæi hafi grafið undan getu stjórnarinnar til að stýra fyrirtækinu með eðlilegum hætti. Heimildarmenn WSJ segja Altman og Sutskever hafa deilt um stefnu fyrirtækisins en ekkert eitt atvik hafi leitt til vendinga helgarinnar. Þess í stað hafi traust milli stjórnarinnar og Altman gufað upp hægt og rólega. Hvaða áhrif þetta mun hafa á OpenAI er óljóst en í frétt New York Times segir að starfsmenn hafi margir verið ósáttir við að Altman hafi verið rekinn og segjast einhverjir þeirra hafa þegar sagt upp. Líklega munu starfsmenn OpenAI fara með Altman og Brockman til Microsoft en þeir tveir eiga að stýra nýrri rannsóknarstofu og halda störfum sínum við þróun mállíkana og gervigreindar áfram. Þessi rannsóknarstofa á að vera rekin sem sjálfstæð rekstareining innan Microsoft. Greg Brockman birti um helgina langa færslu á X (áður Twitter) þar sem hann fór yfir tímalínuna á föstudeginum og hvernig Altman var rekinn og honum vikið úr stjórninni fyrirvaralaust. Sam and I are shocked and saddened by what the board did today.Let us first say thank you to all the incredible people who we have worked with at OpenAI, our customers, our investors, and all of those who have been reaching out.We too are still trying to figure out exactly — Greg Brockman (@gdb) November 18, 2023 Hafa fjárfest mikið í OpenAI Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Sjá einnig: Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Microsoft hefur fjárfest verulega í OpenAI á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal á Microsoft 49 prósenta hlut í OpenAI og notar tæknina á bakvið Chat GPT til að mynda við gervigreindina Bing. Forsvarsmenn Microsoft vissu ekki af brottrekstri Altman fyrr en einni mínútu áður en hann var tilkynntur opinberlega. Sjá einnig: Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Þeir fjórir meðlimir stjórnarinnar sem sitja eftir, tengjast ekki stærstu fjárfestum OpenAI eins og Microsoft og nokkrum fjárfestingasjóðum. Þessir fjárfestar reyndu að aðstoða Altman og Brockman við að ná aftur tökum á fyrirtækinu um helgina. Ein af kröfum Altman var að allir í stjórninni stigu til hliðar en þeir neituðu. Altman, Brockman og Sutskever stofnuðu OpenAI árið 2015, með níu öðrum og þar á meðal auðjöfrinum Elon Muks. Fyrirtækið var upprunalega óhagnaðardrifið en Altman breytti því þegar Musk sleit tengslum sínum við OpenAI árið 2018. Fyrirtækið hefur stækkað mjög síðan þá, með um 700 starfsmenn og allt að milljarð dala í tekjur. Bandaríkin Gervigreind Microsoft Tengdar fréttir Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. 21. september 2023 10:47 Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra. 26. júlí 2023 12:09 Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. 24. maí 2023 07:12 Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. 2. maí 2023 11:55 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Notendur geta talað íslensku við gervigreindina Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4. 19. apríl 2023 19:13 Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vendingarnar kringum OpenAI hafa verið hraðar síðustu daga. Sam Altman, fyrrverandi forstjóri, var rekinn af stjórn OpenAI á föstudaginn, að virðist vegna Ilya Sutskever, sem var einnig einn stofnenda fyrirtækisins. Strax í kjölfarið hætti Greg Brockman, stjórnarformaður og annar stofnandi fyrirtækisins, í mótmælaskyni. Um helgina stóðu yfir viðræður um að þeir myndu snúa aftur en ljóst var í gærkvöldi að þær viðræður myndu ekki skila árangri. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Satya Nadella, forstjóri Microsoft, að bæði Altman og Brockman hefðu verið ráðnir til fyrirtækisins og að þeir og aðrir starfsmenn þeirra myndu ganga til lið við Microsoft. I m super excited to have you join as CEO of this new group, Sam, setting a new pace for innovation. We ve learned a lot over the years about how to give founders and innovators space to build independent identities and cultures within Microsoft, including GitHub, Mojang Studios, — Satya Nadella (@satyanadella) November 20, 2023 Á sama tíma tilkynnti stjórn OpenAI að Emmett Shear, fyrrverandi forstjóri Twitch, myndi taka við sem forstjóri fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að hegðun Altman gagnvart stjórninni og skortur á gagnsæi hafi grafið undan getu stjórnarinnar til að stýra fyrirtækinu með eðlilegum hætti. Heimildarmenn WSJ segja Altman og Sutskever hafa deilt um stefnu fyrirtækisins en ekkert eitt atvik hafi leitt til vendinga helgarinnar. Þess í stað hafi traust milli stjórnarinnar og Altman gufað upp hægt og rólega. Hvaða áhrif þetta mun hafa á OpenAI er óljóst en í frétt New York Times segir að starfsmenn hafi margir verið ósáttir við að Altman hafi verið rekinn og segjast einhverjir þeirra hafa þegar sagt upp. Líklega munu starfsmenn OpenAI fara með Altman og Brockman til Microsoft en þeir tveir eiga að stýra nýrri rannsóknarstofu og halda störfum sínum við þróun mállíkana og gervigreindar áfram. Þessi rannsóknarstofa á að vera rekin sem sjálfstæð rekstareining innan Microsoft. Greg Brockman birti um helgina langa færslu á X (áður Twitter) þar sem hann fór yfir tímalínuna á föstudeginum og hvernig Altman var rekinn og honum vikið úr stjórninni fyrirvaralaust. Sam and I are shocked and saddened by what the board did today.Let us first say thank you to all the incredible people who we have worked with at OpenAI, our customers, our investors, and all of those who have been reaching out.We too are still trying to figure out exactly — Greg Brockman (@gdb) November 18, 2023 Hafa fjárfest mikið í OpenAI Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Sjá einnig: Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Microsoft hefur fjárfest verulega í OpenAI á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal á Microsoft 49 prósenta hlut í OpenAI og notar tæknina á bakvið Chat GPT til að mynda við gervigreindina Bing. Forsvarsmenn Microsoft vissu ekki af brottrekstri Altman fyrr en einni mínútu áður en hann var tilkynntur opinberlega. Sjá einnig: Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Þeir fjórir meðlimir stjórnarinnar sem sitja eftir, tengjast ekki stærstu fjárfestum OpenAI eins og Microsoft og nokkrum fjárfestingasjóðum. Þessir fjárfestar reyndu að aðstoða Altman og Brockman við að ná aftur tökum á fyrirtækinu um helgina. Ein af kröfum Altman var að allir í stjórninni stigu til hliðar en þeir neituðu. Altman, Brockman og Sutskever stofnuðu OpenAI árið 2015, með níu öðrum og þar á meðal auðjöfrinum Elon Muks. Fyrirtækið var upprunalega óhagnaðardrifið en Altman breytti því þegar Musk sleit tengslum sínum við OpenAI árið 2018. Fyrirtækið hefur stækkað mjög síðan þá, með um 700 starfsmenn og allt að milljarð dala í tekjur.
Bandaríkin Gervigreind Microsoft Tengdar fréttir Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. 21. september 2023 10:47 Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra. 26. júlí 2023 12:09 Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. 24. maí 2023 07:12 Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. 2. maí 2023 11:55 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Notendur geta talað íslensku við gervigreindina Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4. 19. apríl 2023 19:13 Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. 21. september 2023 10:47
Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra. 26. júlí 2023 12:09
Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. 24. maí 2023 07:12
Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. 2. maí 2023 11:55
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26
Notendur geta talað íslensku við gervigreindina Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4. 19. apríl 2023 19:13
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01