Líður að tíðum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2023 10:01 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar