Úthúðað af þjálfara og samherjum eftir tvö gul á þrjátíu sekúndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2023 10:30 Matt Turner, markvörður bandaríska landsliðsins, lætur Sergino Dest heyra það. getty/Carmen Mandato Sergino Dest var ekki vinsælasti maðurinn í bandaríska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Trínidad og Tóbagó í gær. Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira