Lífsfylling í stað landfyllingar í Þorlákshöfn Guðrún Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 10:01 Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun