Almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:56 Björgunarsveitarmaður myndar skemmdir í Grindavíkurbæ í dag. Vísir/Vilhelm Almannavarnastigi vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið breytt af neyðarstigi og niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Veðurstofa segir litlar hreyfingar mælast innan sigdalsins í og við bæinn. Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira