Eldgos nú líklegast milli Hagafells og Sýlingarfells Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 19:19 Vinna við varnargarða við Svartsengi vegna jarðhræringa hefur staðið yfir undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands segir að reikna megi með því að kvikan í kvikuganginum undir Grindavík sé að hluta til storknuð. Dregið hafi úr líkum á að kvika nái að brjóta sér leið út innan bæjarmarka og er líklegasta svæðið fyrir upptök eldgoss milli Hagafells og Sýlingarfells. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira