Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2023 06:42 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira