Snemmgreining krabbameina, mjög mikilvægt hagsmunamál Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:31 Á Íslandi greinast að meðaltali 1853 einstaklingar á hverju ári með krabbamein. Úr krabbameinum deyja að meðaltali 628 manns árlega og krabbamein er algengasta dánarorsök fólks á aldrinum frá 35 til 79 ára. Miklu máli skiptir að krabbamein greinist snemma enda eru batahorfur þá betri auk þess sem minna íþyngjandi meðferð er líklegri en ella. Mjög mikið er því í húfi. Snemmgreining krabbameina er mikið til umræðu þessa dagana og því rík ástæða til að benda á árangursríkar leiðir til að auka líkur á henni. Töfralausnir eru þó því miður ekki til. Þeir þættir sem auka líkur á snemmgreiningu eru bæði kerfislægir og einstaklingsbundnir. Krabbameinsskimanir Alþjóðastofnanir, sem byggja sínar leiðbeiningar á vönduðum rannsóknum, mæla einungis með skimunum hjá ákveðnum aldurshópum fyrir þrenns konar krabbameinum, í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Að auki getur skimun fyrir krabbameinum átt við hjá fólki í ákveðnum áhættuhópum, til dæmis vegna erfðabreytileika eða stórreykinga. Leiðbeiningar um hvaða skimanir eru fýsilegar eru uppfærðar reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og geta því breyst. Á Íslandi hefur konum boðist skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi en því miður er Ísland eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað varðar skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem til hefur staðið að hefja hér á landi í mörg ár. Í skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi er mögulegt að finna krabbamein á snemmstigum, áður en þau eru farin að valda einkennum auk þess sem legháls- og ristil- og endaþarmsskimanir gefa færi á að finna forstig krabbameina. Mikilvægt er að stjórnvöld hagi skimunum þannig að auðvelt sé fyrir alla sem fá boð að nýta sér þær. Þátttaka í skimunum er allt of lítil í dag og brýnt er að grípa til aðgerða til að bæta úr, til dæmis með því að gera skimun gjaldfrjálsa og senda fyrirframbókaða tíma sem auðvelt er að breyta. Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér boð í skimun og mæta alltaf þegar þær fá boð því reglubundin skimun skilar mestum árangri. Þar til lýðgrunduð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst hvetur Krabbameinsfélagið fólk um fimmtugt til að panta sjálft ristilspeglun en með speglun er hægt að greina bæði ristilkrabbamein og forstig þeirra. Einkenni sem geta bent til krabbameina Mikilvægt er að fólk þekki einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein, bregðist fljótt við þeim og leiti til læknis. Meðal helstu einkenna sem ætti að vera vakandi fyrir eru þykkildi og hnútar, sár sem ekki gróa, breytingar á hægðum og þvaglátum, þrálátur hósti, langvarandi hæsi eða kyngingarörðugleikar, óvenjulegar blæðingar og óútskýrt þyngdartap. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum eða ef nýrra bletta verður vart, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll þessi einkenni geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá fljótt úr því skorið því ef um krabbamein er að ræða eru mestar líkur á að meðferð beri árangur ef meinin greinast snemma Aðgengi og viðbrögð: Þegar einkenna, sem geta bent til krabbameina, verður vart er afar mikilvægt að auðvelt sé að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð. Því verður að vera hægt að treysta og sömuleiðis því að einkennin séu tekin alvarlega og gerðar nauðsynlegar rannsóknir. Rannsókn Krabbameinsfélagsins á reynslu fólks sem greindist með krabbamein á árunum 2015 til 2019 leiddi í ljós að 29% þátttakenda hafði þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem reyndust vera vegna krabbameins. Sama rannsókn sýndi einnig að talsvert algengt er að fólk fari seint til læknis vegna einkenna sem reynast síðar vegna krabbameins en hjá 44% karla liðu meira en þrír mánuðir þar til þeir leituðu til læknis og hjá 14% meira en ár. Hjá konum var hlutfallið mun lægra en ein af hverjum fimm leitaði samt ekki til læknis fyrr en eftir þrjá mánuði og hjá 5% kvenna leið meira en ár. Skilgreind ferli sem miða að því að flýta rannsóknum þegar grunur um krabbamein vaknar, hafa verið sett upp á hinum Norðurlöndunum, til að auka líkur á snemmgreiningu. Mikilvægt er að huga að undirbúningi þess konar fyrirkomulags hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið á heilbrigðisþingi að sá sem væri veikur óskaði þess heitast að vera frískur. Í okkar hraða samfélagi þar sem aldrei hefur verið auðveldara að koma auglýsingum á framfæri við okkur erum við ginnkeypt fyrir auðveldum lausnum og erum jafnvel tilbúin að greiða þær háu verði. Töfralausnir í sambandi við krabbamein eru hins vegar því miður ekki til. Það þýðir ekki að við séum varnarlaus og raunar höfum við ýmislegt í hendi okkar. Að lifa heilsusamlegum lífsstíl dregur úr krabbameinsáhættu því mörg krabbamein eru lífsstílstengd. Við aukum líkur á snemmgreiningu með því að taka þátt í þeim lýðgrunduðu skimunum sem hafa sannað vísindalegt gildi sitt og bjóðast á hverjum tíma, vera vakandi fyrir mögulegum einkennum krabbameina og leita til læknis þegar þeirra verður vart, með skýra ósk um góða uppvinnslu. Gerum það sem við getum, tökum mark á ráðleggingum um heilsusamlegan lífsstíl, mætum í skimun þegar við fáum boð og verum vakandi fyrir einkennum. Höfundur er sérfræðingur í fræðslu- og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Á Íslandi greinast að meðaltali 1853 einstaklingar á hverju ári með krabbamein. Úr krabbameinum deyja að meðaltali 628 manns árlega og krabbamein er algengasta dánarorsök fólks á aldrinum frá 35 til 79 ára. Miklu máli skiptir að krabbamein greinist snemma enda eru batahorfur þá betri auk þess sem minna íþyngjandi meðferð er líklegri en ella. Mjög mikið er því í húfi. Snemmgreining krabbameina er mikið til umræðu þessa dagana og því rík ástæða til að benda á árangursríkar leiðir til að auka líkur á henni. Töfralausnir eru þó því miður ekki til. Þeir þættir sem auka líkur á snemmgreiningu eru bæði kerfislægir og einstaklingsbundnir. Krabbameinsskimanir Alþjóðastofnanir, sem byggja sínar leiðbeiningar á vönduðum rannsóknum, mæla einungis með skimunum hjá ákveðnum aldurshópum fyrir þrenns konar krabbameinum, í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Að auki getur skimun fyrir krabbameinum átt við hjá fólki í ákveðnum áhættuhópum, til dæmis vegna erfðabreytileika eða stórreykinga. Leiðbeiningar um hvaða skimanir eru fýsilegar eru uppfærðar reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og geta því breyst. Á Íslandi hefur konum boðist skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi en því miður er Ísland eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað varðar skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem til hefur staðið að hefja hér á landi í mörg ár. Í skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi er mögulegt að finna krabbamein á snemmstigum, áður en þau eru farin að valda einkennum auk þess sem legháls- og ristil- og endaþarmsskimanir gefa færi á að finna forstig krabbameina. Mikilvægt er að stjórnvöld hagi skimunum þannig að auðvelt sé fyrir alla sem fá boð að nýta sér þær. Þátttaka í skimunum er allt of lítil í dag og brýnt er að grípa til aðgerða til að bæta úr, til dæmis með því að gera skimun gjaldfrjálsa og senda fyrirframbókaða tíma sem auðvelt er að breyta. Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér boð í skimun og mæta alltaf þegar þær fá boð því reglubundin skimun skilar mestum árangri. Þar til lýðgrunduð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst hvetur Krabbameinsfélagið fólk um fimmtugt til að panta sjálft ristilspeglun en með speglun er hægt að greina bæði ristilkrabbamein og forstig þeirra. Einkenni sem geta bent til krabbameina Mikilvægt er að fólk þekki einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein, bregðist fljótt við þeim og leiti til læknis. Meðal helstu einkenna sem ætti að vera vakandi fyrir eru þykkildi og hnútar, sár sem ekki gróa, breytingar á hægðum og þvaglátum, þrálátur hósti, langvarandi hæsi eða kyngingarörðugleikar, óvenjulegar blæðingar og óútskýrt þyngdartap. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum eða ef nýrra bletta verður vart, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll þessi einkenni geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá fljótt úr því skorið því ef um krabbamein er að ræða eru mestar líkur á að meðferð beri árangur ef meinin greinast snemma Aðgengi og viðbrögð: Þegar einkenna, sem geta bent til krabbameina, verður vart er afar mikilvægt að auðvelt sé að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð. Því verður að vera hægt að treysta og sömuleiðis því að einkennin séu tekin alvarlega og gerðar nauðsynlegar rannsóknir. Rannsókn Krabbameinsfélagsins á reynslu fólks sem greindist með krabbamein á árunum 2015 til 2019 leiddi í ljós að 29% þátttakenda hafði þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem reyndust vera vegna krabbameins. Sama rannsókn sýndi einnig að talsvert algengt er að fólk fari seint til læknis vegna einkenna sem reynast síðar vegna krabbameins en hjá 44% karla liðu meira en þrír mánuðir þar til þeir leituðu til læknis og hjá 14% meira en ár. Hjá konum var hlutfallið mun lægra en ein af hverjum fimm leitaði samt ekki til læknis fyrr en eftir þrjá mánuði og hjá 5% kvenna leið meira en ár. Skilgreind ferli sem miða að því að flýta rannsóknum þegar grunur um krabbamein vaknar, hafa verið sett upp á hinum Norðurlöndunum, til að auka líkur á snemmgreiningu. Mikilvægt er að huga að undirbúningi þess konar fyrirkomulags hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið á heilbrigðisþingi að sá sem væri veikur óskaði þess heitast að vera frískur. Í okkar hraða samfélagi þar sem aldrei hefur verið auðveldara að koma auglýsingum á framfæri við okkur erum við ginnkeypt fyrir auðveldum lausnum og erum jafnvel tilbúin að greiða þær háu verði. Töfralausnir í sambandi við krabbamein eru hins vegar því miður ekki til. Það þýðir ekki að við séum varnarlaus og raunar höfum við ýmislegt í hendi okkar. Að lifa heilsusamlegum lífsstíl dregur úr krabbameinsáhættu því mörg krabbamein eru lífsstílstengd. Við aukum líkur á snemmgreiningu með því að taka þátt í þeim lýðgrunduðu skimunum sem hafa sannað vísindalegt gildi sitt og bjóðast á hverjum tíma, vera vakandi fyrir mögulegum einkennum krabbameina og leita til læknis þegar þeirra verður vart, með skýra ósk um góða uppvinnslu. Gerum það sem við getum, tökum mark á ráðleggingum um heilsusamlegan lífsstíl, mætum í skimun þegar við fáum boð og verum vakandi fyrir einkennum. Höfundur er sérfræðingur í fræðslu- og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun