Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:41 Musk er stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi X/Twitter. Getty/Christian Marquardt „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira