Þingmenn stjórnarandstöðunnar hjóluðu í ríkisstjórnina í dag og gagnrýndu aðgerðaleysi í stórum málum. Einungis þrjú stjórnarmál hafa verið samþykkt á þinginu nú þegar þingveturinn er tæplega hálfnaður. Við verðum í beinni frá Alþingi.
Þá heyrum við í forseta Íslands sem var í opinberri heimsókn í Reykjavík í dag. Hann fór ansi víða og gæddi sér á ís í Árbænum. Við heyrum einnig í forseta borgarráðs um styttuna af séra Friðriki sem verður tekin niður, kíkjum á snjóframleiðslu sem er hafin í Bláfjöllum og sjáum myndir frá hátíðarhöldum vegna þakkargjörðarhátíðarinnar.
Í Íslandi í dag hittir Vala Matt Hrefnu Sætran sem gafst upp á hugmyndaleysi barna sinna í eldhúsinu og skrifaði matreiðslubók fyrir krakka.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.