Óttuðust að ný gervigreind gæti ógnað mannkyninu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:08 Starfsmennirnir eru sagðir hafa skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. EPA-EFE/WU HAO Starfsmenn bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI sem sérhæft hefur sig í gervigreind, eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af nýrri gervigreind sem fyrirtækið var að vinna að áður en Sam Altman, forstjóri þess var látinn fjúka. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT. Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT.
Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira