Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Jung var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að fremja morð. Lögreglan í Busan Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997. Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997.
Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira