Spilar bara fyrir Elísabetu seinna í öðru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 11:01 Katla Tryggvadóttir fagna hér marki með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska unglingalandsliðskonan Katla Tryggvadóttir tekur stórt skref í vetur en hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska fótboltaliðið Kristianstad. Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla
Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira