Uppgötvaði holu fyrir utan heimilið: „Þetta bara hverfur hérna ofan í“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 15:30 Þorleifur prófaði meðal annars að reka spýtur ofan í holurnar. Vísir/Vilhelm Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík og rafvirki, uppgötvaði risastóra holu undir garði heima hjá sér í dag þar sem krakkarnir hans leika sér allajafna í fótbolta. Hann kemur kústi ofan í holuna án þess að ná til botns. Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira