Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 27. nóvember 2023 16:58 Það var margt um manninn heima hjá Haraldi í dag. Vísir/Einar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira