Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 21:01 Sigurður Ingi var ómyrkur í máli þegar hann ræddi málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði. Vísir Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“ Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra út í málefni fólks sem býr í svokölluðu óleyfishúsnæði, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. „Þessi bruni átti sér stað í ósamþykktu húsnæði sem veldur að sjálfsögðu áhyggjum. Það bárust fréttir af því að fólk væri að stökkva út um glugga og þetta leit ekki vel út,“ sagði Birgir og vísaði til bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun. Í dag var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar brunans, lægi enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þá lést maður eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða um miðjan október. Sonur mannsins sagði hann hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hefur mælt fyrir frumvarpi sem heimilar búsetuna „Nú hefur hæstvirtur ráðherra mælt hér fyrir frumvarpi í þinginu um tímabundnar undanþágur frá skipulagslögum til að heimila búsetu í þess lags húsnæði, tímabundið. Vegna skorts á húsnæði og sérstaklega horft til mikils fjölda flóttamanna sem hafa komið til landsins vegna þessa,“ sagði Birgir. Sigurður Ingi sagði í svari við fyrirspurninni að tveir starfshópar hefðu meðal annars unnið að því að kortleggja búsetuna. Niðurstaða þeirra hafi verið að um 2.500 manns búi í ósamþykktu húsnæði. „Það verður að segjast alveg eins og er að maður hrekkur reglulega við þegar maður heyrir í fréttum af brunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Því miður, allt of oft, reynist það vera í atvinnuhúsnæði sem fólk býr.“ Von á frumvarpi Á næstu dögum komi frumvarp inn í þingið sem byggi á tillögum starfshópa til úrbóta eftir hörmulegan bruna á Bræðraborgarstíg. „Nú fær löggjafinn tækifæri til að grípa hratt inn í. Framkvæmdavaldið er búið að undirbúa þessa vinnu. En auðvitað er ábyrgðin hjá eigendum þessara húsa. Og ég vil nota tækifærið hérna til að skora á það fólk sem á slíkt húsnæði að koma því í lag. Þetta getur ekki gengið svona áfram.“
Bruni í Stangarhyl Alþingi Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Slökkvilið Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira