„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 13:30 Messi æði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum Vísir/Getty Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira