Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar 29. nóvember 2023 08:00 Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar