Rúnar Ingi: „Við sköpuðum okkar eigin vítahring“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2023 21:47 Rúnar Ingi átti fá svör í kvöld Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók fulla ábyrgð á stóru tapi sinna kvenna í Keflavík í kvöld, en lokatölur leiksins urðu 72-45 Keflavík í vil. Hann sagðist einfaldlega ekki hafa gert sitt lið nógu tilbúið í leikinn. Fyrirfram vonuðust eflaust margir eftir hörkuleik í þessum grannaslag en Blue-höllin virðist hafa þveröfug áhrif á Njarðvíkinga. „Það er eitthvað við þetta hús sem virðist ekki ná að kveikja nægilega vel í okkur. Frammistaðan í kvöld var bara óásættanleg, það er bara eins og það er. Við byrjum varnarlega allt í lagi og þetta er í ágætis jafnvægi. Við náðum okkar náttúrulega aldrei á strik sóknarlega. Við skjótum 20 prósent í heildarskotum held ég og erum undir tíu prósent í þriggja.“ Andleysið fór fljótt að skína úr andlitum Njarðvíkinga sem virtust hreinlega leggja árar í bát undir lok fyrri hálfleiks en Rúnar var alls ekki sáttur með hversu fljótt hans leikmenn virtust missa trúna á verkefnið. „Það var ekkert að ganga til að byrja með og svo fjaraði trúin út ansi fljótt fannst mér, alltof fljótt. Það er merki um andleg einkenni sem við þurfum að vinna í. Þetta smitaðist svo bara yfir í vörnina. Þegar við fórum að missa trúna sóknarlega þá urðum við hægari og hljóðlátari varnarlega.“ Fullkominn stormur „Keflvíkingarnir eru bara það góðar og þetta er akkúrat það sem þær eflast við. Þegar þær finna einhverja uppgjöf eða trúleysi í andstæðingnum þá eru Keflavík sérfræðingar í að ganga á lagið og ganga frá þeim. Við leyfðum þeim það í kvöld og það er ömurlegt.“ Rúnar tók hvert leikhléið á fætur öðru í kvöld en það virtist ekki skila miklum árangri. Hann sagði að leikskipulagið væri í raun aukaatriði í svona leik, andlega hliðin væri það sem skipti máli og hún hefði brugðist í kvöld. „Við erum búin að keppa á móti Keflavíkurliði sem var að gera miklu flóknari hluti og voru meiri áskorun heldur en það sem þetta Keflavíkurlið er að gera. Þær spiluðu bara einfaldan körfubolta, voru að skipta á skrínum og berjast. Þetta snýst eiginlega ekkert um taktík. Þetta snýst um þennan andlega styrk. Þegar þú færð á þig högg, hvernig ætlarðu að bregðast við á móti?“ „Við vorum alveg að ráðast á þær upp að ákveðnu marki en í staðinn fyrir að hugsa svolítið um jafnvægið og hægja á hraðanum þá vorum við að keyra inn í þær og skjóta eins og við værum að drífa okkur. Skotin gengu ekki, Keflavík fær frákast og keyra í bakið á okkur og fá galopin „lay-up“ eða opin þristur í „transition“. Við sköpuðum okkar eigin vítahring í þessu.“ Rúnar var ekki tilbúinn að henda einstökum leikmönnum undir rútuna, en hin bandaríska Tynice Martin skoraði aðeins tvö stig í leiknum og sat á bekknum megnið af seinni hálfleik. Hann tók ábyrgðina einfaldlega á sig spurður út í frammistöðu hennar sem og Jönu Falsdóttur, sem einnig skoraði aðeins tvö stig. „Ég bara gerði liðið mitt ekki nógu tilbúið fyrir þennan leik. Mér fannst við vera klárar og við erum búnar að vera að ýta upp ákafanum á æfingum. Kannski er ég bara að horfa á eitthvað allt annað en það sem er að gerast og ekki að sjá það að við séum að komast upp með leti. En frammistaða margra lykilleikmanna í dag var ekki góð. Ég bara trúi því ekki að fólk sé ekki að reyna. Fólk er að reyna sitt allra best en stundum er það bara ekki nóg og stundum er það hausinn sem tekur yfir. Við þurfum að vinna í því.“ Rúnar lítur þrátt fyrir stórt tap á björtu hliðarnar. „Nú þarf ég bara að horfa á þetta þannig að þetta var bara einn körfuboltaleikur í nóvember og bara tvö stig. Þetta er enginn heimsendir. Við höfum tapað stærra og náð góðum árangri áður. Núna þurfum við bara að átta okkur á því hvar við þurfum að vera betri og læra af þessu og passa að þetta ekki koma yfir aftur.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Sjá meira
Fyrirfram vonuðust eflaust margir eftir hörkuleik í þessum grannaslag en Blue-höllin virðist hafa þveröfug áhrif á Njarðvíkinga. „Það er eitthvað við þetta hús sem virðist ekki ná að kveikja nægilega vel í okkur. Frammistaðan í kvöld var bara óásættanleg, það er bara eins og það er. Við byrjum varnarlega allt í lagi og þetta er í ágætis jafnvægi. Við náðum okkar náttúrulega aldrei á strik sóknarlega. Við skjótum 20 prósent í heildarskotum held ég og erum undir tíu prósent í þriggja.“ Andleysið fór fljótt að skína úr andlitum Njarðvíkinga sem virtust hreinlega leggja árar í bát undir lok fyrri hálfleiks en Rúnar var alls ekki sáttur með hversu fljótt hans leikmenn virtust missa trúna á verkefnið. „Það var ekkert að ganga til að byrja með og svo fjaraði trúin út ansi fljótt fannst mér, alltof fljótt. Það er merki um andleg einkenni sem við þurfum að vinna í. Þetta smitaðist svo bara yfir í vörnina. Þegar við fórum að missa trúna sóknarlega þá urðum við hægari og hljóðlátari varnarlega.“ Fullkominn stormur „Keflvíkingarnir eru bara það góðar og þetta er akkúrat það sem þær eflast við. Þegar þær finna einhverja uppgjöf eða trúleysi í andstæðingnum þá eru Keflavík sérfræðingar í að ganga á lagið og ganga frá þeim. Við leyfðum þeim það í kvöld og það er ömurlegt.“ Rúnar tók hvert leikhléið á fætur öðru í kvöld en það virtist ekki skila miklum árangri. Hann sagði að leikskipulagið væri í raun aukaatriði í svona leik, andlega hliðin væri það sem skipti máli og hún hefði brugðist í kvöld. „Við erum búin að keppa á móti Keflavíkurliði sem var að gera miklu flóknari hluti og voru meiri áskorun heldur en það sem þetta Keflavíkurlið er að gera. Þær spiluðu bara einfaldan körfubolta, voru að skipta á skrínum og berjast. Þetta snýst eiginlega ekkert um taktík. Þetta snýst um þennan andlega styrk. Þegar þú færð á þig högg, hvernig ætlarðu að bregðast við á móti?“ „Við vorum alveg að ráðast á þær upp að ákveðnu marki en í staðinn fyrir að hugsa svolítið um jafnvægið og hægja á hraðanum þá vorum við að keyra inn í þær og skjóta eins og við værum að drífa okkur. Skotin gengu ekki, Keflavík fær frákast og keyra í bakið á okkur og fá galopin „lay-up“ eða opin þristur í „transition“. Við sköpuðum okkar eigin vítahring í þessu.“ Rúnar var ekki tilbúinn að henda einstökum leikmönnum undir rútuna, en hin bandaríska Tynice Martin skoraði aðeins tvö stig í leiknum og sat á bekknum megnið af seinni hálfleik. Hann tók ábyrgðina einfaldlega á sig spurður út í frammistöðu hennar sem og Jönu Falsdóttur, sem einnig skoraði aðeins tvö stig. „Ég bara gerði liðið mitt ekki nógu tilbúið fyrir þennan leik. Mér fannst við vera klárar og við erum búnar að vera að ýta upp ákafanum á æfingum. Kannski er ég bara að horfa á eitthvað allt annað en það sem er að gerast og ekki að sjá það að við séum að komast upp með leti. En frammistaða margra lykilleikmanna í dag var ekki góð. Ég bara trúi því ekki að fólk sé ekki að reyna. Fólk er að reyna sitt allra best en stundum er það bara ekki nóg og stundum er það hausinn sem tekur yfir. Við þurfum að vinna í því.“ Rúnar lítur þrátt fyrir stórt tap á björtu hliðarnar. „Nú þarf ég bara að horfa á þetta þannig að þetta var bara einn körfuboltaleikur í nóvember og bara tvö stig. Þetta er enginn heimsendir. Við höfum tapað stærra og náð góðum árangri áður. Núna þurfum við bara að átta okkur á því hvar við þurfum að vera betri og læra af þessu og passa að þetta ekki koma yfir aftur.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Sjá meira