Of snemmt að ræða það að hleypa Grindvíkingum heim Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. nóvember 2023 21:50 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru til Grindavíkur í dag að meta aðstæður þar. Jarðeðlisfræðingur segir sláandi að sjá hvernig jarðhræringar hafa farið með heimili Grindvíkinga. Þá segir hann of snemmt að ræða það að hleypa íbúum aftur heim. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, var einn þeirra vísandamanna sem fóru inn í Grindavík í dag. Hann segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ræða við viðbragðsaðila á svæðinu og sjá ummerki eftir jarðhræringarnar þar undanfarið. „Það var pínu erfitt að horfa upp á skemmdirnar og sjá hvernig þetta fer með heimili fólks. Þetta var svolítið sláandi,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sýndi einnig jarðhræringarnar með myndrænum hætti í beinni útsendingu. „Þróunin er sú að við erum að sjá meira og meira landris við Svartsengi. Þá sjáum við merki um virkni við Sundhníksgíga og það er einhver kvika líklega að flæða inn í kvikuganginn.“ Þá segir hann að eldgos gæti enn hafist hvenær sem er og að líklegast sé að það kæmi upp í Svartsengi, milli Hagafells og Sýlingarfells. Atvinnustarfsemi og búseta tvennt ólíkt Í gær hófu ýmis fyrirtæki í Grindavík starfsemi sína á ný í Grindavík og það hélt áfram í dag. Kemur ekki til greina að hleypa íbúum inn aftur nú þegar starfsemi er hafin á ný? „Ég held að það sé of snemmt að fara að ræða það. Við metum þetta náttúrulega frá degi til dags en það er dálítið mikið annað að vera með fólk vakandi á staðnum, sem getur farið, það er hægt að koma því í burtu af staðnum mjög hratt, heldur en að vera með fólk sem sefur þarna og er með alla sína muni. Það er alveg alveg sitt hvor hluturinn og ég held að það verði aðeins að bíða að ræða það að fólk fari að sofa þarna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07 Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. 29. nóvember 2023 12:07
Áfram líkur á eldgosi Áfram eru líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og er líklegasti staðurinn ef til þess kemur austan Sýlingarfells. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 29. nóvember 2023 11:21
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum