Ingebrigtsen er upptekinn í æfingabúðum í Sierra Nevada þessa dagana en eiginkona hans lenti í leiðinlegu atviki heima í Noregi á meðan.
Liva Ingebrigtsen sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að þjófar hefðu verið á ferðinni í húsinu þeirra.
Liva sagði að líklegast hafi þetta gerst þegar hún var að elda matinn og á sama tíma og börn þeirra voru við leik skammt frá útidyrunum.
Liva Ingebrigtsen: Jeg er 99 prosent sikker på at vi akkurat har hatt innbrudd https://t.co/ZiS2D05DwZ
— VG (@vgnett) November 30, 2023
„Ég var að fá lögregluna í heimsókn af því að það var þjófur á ferðinni í anddyrinu okkar á meðan ég var heima,“ sagði Liva Ingebrigtsen á Snapchat.
Hún segist hafa heyrt í útidyrunum á neðri hæðinni og heyrt einhvern hávaða. Þegar hún ætlaði að skutla stelpunni á fimleikaæfingu þá sá hún að dyrnar voru opnar. Þá kom líka í ljós að taska með bíllyklunum og poki með leðurjakka í voru á bak og burt.
„Ég held ekki að þessi aðili hafi verið að fylgjast með mér á samfélagmiðlum því að ég hef ekki verið dugleg að setja þar inn síðustu daga,“ sagði Liva og hún var mjög pirruð.
„Það er sorglegt hvað fólk leggst lágt í dag,“ sagði Liva.