Egill varar við knáum stöðumælavörðum Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2023 11:25 Egill Helgason segir leikinn hafa gerbreyst, stöðumælaverðir eru fljótari í förum, yfirferð þeirra er meiri og líkurnar hafi aukist á sekt sem því nemur. vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. „Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
„Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00