Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 13:12 Brak úr flugvélinni sem brotlenti hefur fundist í sjónum en einungis einn af þeim átta sem voru um borð. AP/Strandgæsla Japan Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters. Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters.
Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira