„Auðvitað hefði maður bara viljað stela þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2023 19:19 Arnar Pétursson var ánægður með margt í leik íslenska liðsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr eftir sex marka tap liðsins gegn Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið gaf því slóvenska hörkuleik og lokatölurnar gefa skakka mynd af leiknum. „Hún er ekkert sérstök. Það er alltaf jafn vont að tapa,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV að leik loknum. „En fyrsti leikur er búinn og svo ég setji jákvæðnisgleraugun upp þá fáum við helling út úr þessu og lærum helling af þessu.“ „Það eru fullt af ungum stelpum sem eru að spila sína fyrstu landsleiki sem eru að koma inn á og eru að gera vel, og þessar eldri líka náttúrulega, þannig við fáum bara helling út úr þessu.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa og lenti fljótlega sjö mörkum undir í stöðunni 11-4. Arnar segir að það sé líklega rétt metið að stressið hafi náð til stelpnanna. „Ætli það sé ekki einfaldast að segja það. Við vorum aðeins stífar til að byrja með og Slóvenarnir voru vel undirbúnir. Þeir mættu okkur í því sem við vorum að gera, enda eru þær með frábæran þjálfara sem var búinn að undirbúa sitt lið vel.“ „Við lentum á smá vegg, en við komumst í gegnum hann og ég ætla að hrósa stelpunum fyrir það. Það var virkilega vel gert. En eins og ég segi þá getum við tekið helling út úr þessum leik, en það er hellingur sem við þurfum að læra af.“ Hann segir það þó hafa verið mikinn karakter hjá liðinu að koma til baka eftir að hafa lent sjö mörkum undir snemma leiks. „Að sjálfsögðu. Það er mjög jákvætt og ég er mjög ánægður með það. Svo ef við tölum aftur um þessa vegferð þá mun þetta skila sér inn í hana þegar við komum heim og sjáum líka að það var smá þreyta í okkur þarna þegar leið á seinni hálfleikinn.“ „Auðvitað lendum við í smá vandræðum þegar við setjum Katrínu [Tinnu Jensdóttur] inn sem fær þessar óheppilegu tvær mínútur. Og ég vil nú meina að þessar seinustu hafi verið ansi harðar. En við sjáum það að við vorum orðnar svolítið þreyttar þegar leið á leikinn og það gerði þetta aðeins erfiðara en þetta þurfti að vera. En það er lærdómur eins og margt annað sem við fáum út úr þessum leik.“ Eins og alltaf á stórmótum er skammt stórra högga á milli og íslenska liðið mætir til leiks aftur á laugardaginn þegar Ólympíumeistarar Frakklands verða andstæðingarnir. „Við munum auðvitað gera upp þennan leik eins og hægt er en svo er bara áfram gakk. Það er Frakkland næst og það þarf bara að halda áfram. Við þurfum bara að svara þessu með öðrum gíóðum leik. Það var margt gott í dag. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins nær þessu og auðvitað hefði maður bara viljað stela þessu, en það er bara að svara þessu með góðum leik á móti Frökkum á laugardaginn.“ Þá segir Arnar að munurinn á liðunum lægi í því að Slóvenarnir hafi átt meiri orku eftir á tankinum. „Mér fannst svona þegar leið á að við værum með minna á tankinum ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta varð erfiðara eftir því sem leið á leikinn, sérstaklega sóknarlega, en eins varnarlega. Við vorum orðnar aðeins þreyttar og ég á eftir að skoða þetta. Við vorum aðeins einum færri þarna sem gerir okkur enn erfiðara fyrir en ég ætla að skoða þetta aðeins aftur og svara þessu betur á morgun hvaða skýringar eru á þessu,“ saðgi Arnar að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Hún er ekkert sérstök. Það er alltaf jafn vont að tapa,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV að leik loknum. „En fyrsti leikur er búinn og svo ég setji jákvæðnisgleraugun upp þá fáum við helling út úr þessu og lærum helling af þessu.“ „Það eru fullt af ungum stelpum sem eru að spila sína fyrstu landsleiki sem eru að koma inn á og eru að gera vel, og þessar eldri líka náttúrulega, þannig við fáum bara helling út úr þessu.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa og lenti fljótlega sjö mörkum undir í stöðunni 11-4. Arnar segir að það sé líklega rétt metið að stressið hafi náð til stelpnanna. „Ætli það sé ekki einfaldast að segja það. Við vorum aðeins stífar til að byrja með og Slóvenarnir voru vel undirbúnir. Þeir mættu okkur í því sem við vorum að gera, enda eru þær með frábæran þjálfara sem var búinn að undirbúa sitt lið vel.“ „Við lentum á smá vegg, en við komumst í gegnum hann og ég ætla að hrósa stelpunum fyrir það. Það var virkilega vel gert. En eins og ég segi þá getum við tekið helling út úr þessum leik, en það er hellingur sem við þurfum að læra af.“ Hann segir það þó hafa verið mikinn karakter hjá liðinu að koma til baka eftir að hafa lent sjö mörkum undir snemma leiks. „Að sjálfsögðu. Það er mjög jákvætt og ég er mjög ánægður með það. Svo ef við tölum aftur um þessa vegferð þá mun þetta skila sér inn í hana þegar við komum heim og sjáum líka að það var smá þreyta í okkur þarna þegar leið á seinni hálfleikinn.“ „Auðvitað lendum við í smá vandræðum þegar við setjum Katrínu [Tinnu Jensdóttur] inn sem fær þessar óheppilegu tvær mínútur. Og ég vil nú meina að þessar seinustu hafi verið ansi harðar. En við sjáum það að við vorum orðnar svolítið þreyttar þegar leið á leikinn og það gerði þetta aðeins erfiðara en þetta þurfti að vera. En það er lærdómur eins og margt annað sem við fáum út úr þessum leik.“ Eins og alltaf á stórmótum er skammt stórra högga á milli og íslenska liðið mætir til leiks aftur á laugardaginn þegar Ólympíumeistarar Frakklands verða andstæðingarnir. „Við munum auðvitað gera upp þennan leik eins og hægt er en svo er bara áfram gakk. Það er Frakkland næst og það þarf bara að halda áfram. Við þurfum bara að svara þessu með öðrum gíóðum leik. Það var margt gott í dag. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins nær þessu og auðvitað hefði maður bara viljað stela þessu, en það er bara að svara þessu með góðum leik á móti Frökkum á laugardaginn.“ Þá segir Arnar að munurinn á liðunum lægi í því að Slóvenarnir hafi átt meiri orku eftir á tankinum. „Mér fannst svona þegar leið á að við værum með minna á tankinum ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta varð erfiðara eftir því sem leið á leikinn, sérstaklega sóknarlega, en eins varnarlega. Við vorum orðnar aðeins þreyttar og ég á eftir að skoða þetta. Við vorum aðeins einum færri þarna sem gerir okkur enn erfiðara fyrir en ég ætla að skoða þetta aðeins aftur og svara þessu betur á morgun hvaða skýringar eru á þessu,“ saðgi Arnar að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira