Fékk sama fjölda í hádegismat og fyrir skjálftana Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 22:16 Vilhjálmur J. Lárusson er hvergi banginn. Vísir Veitingamaður í Grindavík opnaði veitingastað sinn í fyrsta skipti eftir rýmingu bæjarins í dag. Hann fékk um 150 manns í hádegismat. Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík. Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík.
Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48
Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14