Fullveldið og undirgefnin Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. desember 2023 11:00 Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun