„Það er mjög skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Elín Rósa Magnúsdóttir átti frábæra innkomu í leik Íslands við Slóveníu í fyrsta leik landsliðsins á HM í handbolta í fyrradag. Hún er afar spennt fyrir leik dagsins við Ólympíumeistara Frakka. Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira