„Snerist um brjóta vonina þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2023 23:25 Þórir braut von Austurríkis um úrslit svo sannarlega snemma í kvöld. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira