Meirihluti íbúa Katalóníu vill ekki sjálfstæði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. desember 2023 18:01 Frá Barselóna, höfuðborg Katalóníu. Alexander Spatari/Getty Áhugi Katalóníubúa á að lýsa yfir sjálfstæði og stofna sjálfstætt ríki fer þverrandi með degi hverjum. Mikill meirihluti ungs fólks vill að Katalónía verði áfram hluti af Spáni. Jóhann Hlíðar Harðarson Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira