Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:31 Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. „Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum. Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum.
Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira