Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:31 Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. „Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum. Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
„Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum.
Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent