Við hittum strákana í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni frá Alþingi þar sem við ræðum við þingmenn um málið.
Ríkisendurskoðun hefur birt svarta skýrslu um íslenska fullnustukerfið. Aðstæður á Litla-Hrauni eru sagðar heilsuspillandi og þjónustu við fanga ábótavant. Fangelsismálastjóri kemur í myndver og fer yfir málið.
Þá kíkjum við í bakaríið í Grindavík sem var opnað í dag og ræðum við sumarhúsaeiganda í Heiðmörk sem mótmælir yfirvofandi útburði. Kristján Már Unnarsson fer yfir virkjunarkosti sem hafa verið færðir í nýtingaflokk og við verðum í beinni frá Hallgrímskirkju þar sem fjölmennur kór æfir fyrir jólatónleika.
Í Íslandi í dag sjáum við hvernig hægt er að hækka verð á íbúð með einföldum breytingum.