Hvatti fólk til að hamstra mentólsígarettur Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 20:01 Hildur Sverrisdóttir og Inga Sæland eru mótfallnar því að banna mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hvatti saumaklúbbakonur og djammreykingamenn um að hamstra mentólsígarettur á næstu fjórum árum. Eftir það verða þær líklega ófáanlegar hér á landi. Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira