„Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2023 19:19 Arnar Pétursson var heldur súr en trúir því að með tíð og tíma verði auðveldara að horfa til baka. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Þetta er það,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands eftir súrt jafntefli við Angóla á HM kvenna í handbolta. Jafnteflið þýðir að Ísland er á leið í Forsetabikarinn en sigur hefði komið liðinu í milliriðil. „Ekki góð tilfinning að sitja eftir (í neðsta sæti riðilsins) eftir þennan leik. Maður finnur að það eru sár. Finnur vel fyrir þessu, finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik og stóðu sig heilt yfir mjög vel.“ Það var mikið vesen á ritaraborðinu í dag, er eitthvað þar sem Arnar var ósáttur við? „Alveg hellingur en það hefur ekkert upp á sig. Fannst ákveðið bíó í kringum þetta, áttum leikhlé og þá var farið í VAR. Svo fannst mér nokkrir dómar arna ekki falla með okkur. Ég náttúrulega sé þetta mögulega með öðrum gleraugum en þau og þarf að skoða þetta aftur. Því verður hvort eð er ekkert breytt. Þurfum að halda áfram, sætta okkur við þetta í kvöld og áfram gakk.“ Hvaða tilfinningar eru í gangi eftir leik dagsins? „Þær eru súrar, mjög súrar núna. Við fengum hörkuleik sem mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir mjög vel í. Er enn og aftur stoltur af þeirra framlagi og þeirra frammistöðu.“ „Þegar mesta fýlan rennur af manni þá er ég nokkuð viss um að við munum læra rosalega mikið af þessu. Fáum úrslitaleik sem er ákveðið verkefni, ákveðið próf sem mér fannst við standast heilt yfir nokkuð vel. „Er pottþéttur á því að eftir nokkurn tíma munum við horfa á þennan leik sem mjög mikilvægan á þeirri vegferð sem við erum. Ef við nýtum hann rétt og lærum af honum þá mun hann nýtast okkur mjög vel inn í framtíðina.“ Klippa: Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik Forsetabikarinn næst á dagskrá. „Þurfum aðeins að setjast yfir það, ætluðum okkur ekkert þangað þó það sé raunin núna. Förum í rólegheitum yfir það, veit ekki einu sinni hvaða liðum við erum að fara mæta svo við skulum aðeins bíða og sjá með það allt saman.“ Handbolti Landslið kvenna í körfubolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
„Ekki góð tilfinning að sitja eftir (í neðsta sæti riðilsins) eftir þennan leik. Maður finnur að það eru sár. Finnur vel fyrir þessu, finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik og stóðu sig heilt yfir mjög vel.“ Það var mikið vesen á ritaraborðinu í dag, er eitthvað þar sem Arnar var ósáttur við? „Alveg hellingur en það hefur ekkert upp á sig. Fannst ákveðið bíó í kringum þetta, áttum leikhlé og þá var farið í VAR. Svo fannst mér nokkrir dómar arna ekki falla með okkur. Ég náttúrulega sé þetta mögulega með öðrum gleraugum en þau og þarf að skoða þetta aftur. Því verður hvort eð er ekkert breytt. Þurfum að halda áfram, sætta okkur við þetta í kvöld og áfram gakk.“ Hvaða tilfinningar eru í gangi eftir leik dagsins? „Þær eru súrar, mjög súrar núna. Við fengum hörkuleik sem mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir mjög vel í. Er enn og aftur stoltur af þeirra framlagi og þeirra frammistöðu.“ „Þegar mesta fýlan rennur af manni þá er ég nokkuð viss um að við munum læra rosalega mikið af þessu. Fáum úrslitaleik sem er ákveðið verkefni, ákveðið próf sem mér fannst við standast heilt yfir nokkuð vel. „Er pottþéttur á því að eftir nokkurn tíma munum við horfa á þennan leik sem mjög mikilvægan á þeirri vegferð sem við erum. Ef við nýtum hann rétt og lærum af honum þá mun hann nýtast okkur mjög vel inn í framtíðina.“ Klippa: Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik Forsetabikarinn næst á dagskrá. „Þurfum aðeins að setjast yfir það, ætluðum okkur ekkert þangað þó það sé raunin núna. Förum í rólegheitum yfir það, veit ekki einu sinni hvaða liðum við erum að fara mæta svo við skulum aðeins bíða og sjá með það allt saman.“
Handbolti Landslið kvenna í körfubolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira