Of lítil framleiðni er stjórnunarvandi Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2023 08:31 Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Stéttarfélög Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun