Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ Björn B Björnsson skrifar 5. desember 2023 11:31 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu HSÍ Greiðslumiðlun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar