Rannsakendur trúðu varla eigin augum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ , Sonja Yr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Ívar Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og almennt eru lífsskilyrði þess miklu verri en launafólks samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Stærsti hluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Ríflega þriðjungur býr við fátækt og helmingur metur fjárhagsstöðu sína verr en fyrir ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Ríflega nítján þúsund manns voru í hópi þeirra sem voru beðnir um að taka þátt og af þeim svöruðu um 3600. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir niðurstöðurnar sláandi. „Niðurstöðurnar eru þær að fjárhagsstaða þeirra sem eru á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er mjög slæm á öllum mælikvörðum. Einhleypir foreldrar standa þarna sérstaklega illa. Þá er andleg líðan slæm hjá gríðarlega stóru hlutfalli hópsins, mikil félagsleg einangrun. Fólk hefur þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Fatlað fólk hér á landi stendur ekki við sama borð og aðrir í samfélaginu. Fólkið hefur ekki sömu tækifæri til mannsæmandi lífs,“ segir Kristín. Hún segir að það hafi komið rannsakendum á óvart hversu sláandi niðurstöðurnar eru. „Það var ekkert sem gat undirbúið okkur hjá Vörðu fyrir að niðurstöðurnar yrðu svona slæmar fyrir þennan hóp. Við fórum ítrekað yfir þær sökum þess hvað þær voru sláandi. Þetta voru niðurstöður eins og að þriðjungur einhleypra foreldra í hópnum býr við sárafátækt.“ Ráðmenn þurfi að bregðast við Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ segir að ráðamenn verði að bregðast við. „Það þarf að hlusta og vinna með þessar niðurstöður. Auka samráð og samtal,“ segir Alma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir kerfið hafa brugðist þessum hópi fólks „Þetta er saga velferðarkerfis sem hefur brugðist og það aðgerðir til. Skilvirkasta leiðin er í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðning,“ segir Sonja. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15 Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Stærsti hluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Ríflega þriðjungur býr við fátækt og helmingur metur fjárhagsstöðu sína verr en fyrir ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Ríflega nítján þúsund manns voru í hópi þeirra sem voru beðnir um að taka þátt og af þeim svöruðu um 3600. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir niðurstöðurnar sláandi. „Niðurstöðurnar eru þær að fjárhagsstaða þeirra sem eru á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er mjög slæm á öllum mælikvörðum. Einhleypir foreldrar standa þarna sérstaklega illa. Þá er andleg líðan slæm hjá gríðarlega stóru hlutfalli hópsins, mikil félagsleg einangrun. Fólk hefur þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Fatlað fólk hér á landi stendur ekki við sama borð og aðrir í samfélaginu. Fólkið hefur ekki sömu tækifæri til mannsæmandi lífs,“ segir Kristín. Hún segir að það hafi komið rannsakendum á óvart hversu sláandi niðurstöðurnar eru. „Það var ekkert sem gat undirbúið okkur hjá Vörðu fyrir að niðurstöðurnar yrðu svona slæmar fyrir þennan hóp. Við fórum ítrekað yfir þær sökum þess hvað þær voru sláandi. Þetta voru niðurstöður eins og að þriðjungur einhleypra foreldra í hópnum býr við sárafátækt.“ Ráðmenn þurfi að bregðast við Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ segir að ráðamenn verði að bregðast við. „Það þarf að hlusta og vinna með þessar niðurstöður. Auka samráð og samtal,“ segir Alma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir kerfið hafa brugðist þessum hópi fólks „Þetta er saga velferðarkerfis sem hefur brugðist og það aðgerðir til. Skilvirkasta leiðin er í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðning,“ segir Sonja.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15 Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00
Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15
Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00