Fótbolti

Lampard gæti fengið starf í Banda­ríkjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frank Lampard kláraði síðasta tímabil við stjórnvölinn hjá Chelsea.
Frank Lampard kláraði síðasta tímabil við stjórnvölinn hjá Chelsea. getty/Visionhaus

Frank Lampard, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, gæti fengið nýtt stjórastarf í Bandaríkjunum.

The Athletic greinir frá því að Lampard hafi átt í viðræðum við Charlotte sem leikur í MLS-deildinni vestanhafs. Sömu sögu er að segja af Dean Smith, fyrrverandi stjóra Aston Villa, Leicester City og fleiri liða.

Ráðningarferli Charlotte er að ljúka og félagið stefnir á að vera komið með nýjan stjóra fyrir árslok.

Lampard þekkir ágætlega til MLS-deildarinnar en hann lauk ferlinum með New York City 2015-16.

Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri Lampard sér að þjálfun. Hann stýrði Derby County 2018-19, Chelsea 2019-21, Everton 2022-23 og svo Chelsea aftur seinni hluta síðasta tímabils.

Charlotte komst í fyrsta sinn í úrslitakeppni MLS í vetur en tapaði fyrir New York Red Bulls, 5-2. Í kjölfarið var Ítalinn Christian Lattanzio látinn taka pokann sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×