Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:31 Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun