Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:18 Maciej Jakub Talik játaði að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en bar við sjálfsvörn. Vísir/Vilhelm Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“
Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira