Að rúlla eftir rækt ekki jafn gagnlegt og margir telja Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2023 10:57 Rúllur sem þessi eru gífurlega vinsælar meðal þeirra sem stunda líkamsrækt. Getty Nánast útilokað er að losa bandvef með sjálfsmeðferð, svo sem með notkun rúlla og bolta. Til þess að losa um samgróninga þarf töluvert stærra rennsli milli vefja og beita mun meiri kröftum. Þetta kemur fram í svari Haralds B. Sigurðssonar, lektors í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er víða í líkamanum en oftast er verið að tala um bandvefsslíður þegar rætt er um bandvefslosun. Sá umvefur aðra vefi líkamans en þeir hafa þá eiginleika að geta teygst til. Hefur verið rætt um að með losun þessara vefja sé hægt að draga úr verkjum, draga úr streitu, auka liðleika, bæta líkamsstöðu og fleira. Þær aðferðir sem flestir nota við bandvefslosun eru annars vegar teygjuæfingar og hins vegar nuddaðferðir. Teygjuaðferðirnar eru mjög ákafar í margar mínútur í senn og eru til að mynda notaðar til að gefa pláss fyrir vöðvastækkun. Sú aðferð getur vissulega losað um bandvefinn. Flestir tengja þó meira við nuddbolta og -rúllur. Þessar sjálfsmeðferðir urðu vinsælar eftir útgáfu bókarinnar Anatomy Trains eftir Thomas W. Myers. Haraldur segir rúllur geta haft góð upphitunaráhrif. „En þá er því ósvarað hvort nuddrúllurnar losi í raun og veru bandvef. Flestir rúlla hvern bandvef í allt að tvær mínútur (en líklega oft mun minna en það). Sá tími er í raun ekki nægur til að ná raunverulegum teygjuáhrifum á bandvefinn án þess að beita nægu afli til að beinlínis rífa hann upp,“ segir í svarinu. Hann segir að ef áætlunin sé að losa um samgróninga þurfi að framkalla töluvert stærra rennsli milli vefja og beita slíkum kröftum við það að næstum er það útilokað að fólk nái því fram í sjálfsmeðferð. Svarið má lesa í heild sinni hér. Heilsa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Haralds B. Sigurðssonar, lektors í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum við spurningunni: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er víða í líkamanum en oftast er verið að tala um bandvefsslíður þegar rætt er um bandvefslosun. Sá umvefur aðra vefi líkamans en þeir hafa þá eiginleika að geta teygst til. Hefur verið rætt um að með losun þessara vefja sé hægt að draga úr verkjum, draga úr streitu, auka liðleika, bæta líkamsstöðu og fleira. Þær aðferðir sem flestir nota við bandvefslosun eru annars vegar teygjuæfingar og hins vegar nuddaðferðir. Teygjuaðferðirnar eru mjög ákafar í margar mínútur í senn og eru til að mynda notaðar til að gefa pláss fyrir vöðvastækkun. Sú aðferð getur vissulega losað um bandvefinn. Flestir tengja þó meira við nuddbolta og -rúllur. Þessar sjálfsmeðferðir urðu vinsælar eftir útgáfu bókarinnar Anatomy Trains eftir Thomas W. Myers. Haraldur segir rúllur geta haft góð upphitunaráhrif. „En þá er því ósvarað hvort nuddrúllurnar losi í raun og veru bandvef. Flestir rúlla hvern bandvef í allt að tvær mínútur (en líklega oft mun minna en það). Sá tími er í raun ekki nægur til að ná raunverulegum teygjuáhrifum á bandvefinn án þess að beita nægu afli til að beinlínis rífa hann upp,“ segir í svarinu. Hann segir að ef áætlunin sé að losa um samgróninga þurfi að framkalla töluvert stærra rennsli milli vefja og beita slíkum kröftum við það að næstum er það útilokað að fólk nái því fram í sjálfsmeðferð. Svarið má lesa í heild sinni hér.
Heilsa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira