Varnargarðar víða komnir upp í endanlega hæð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 17:00 Sundhnúkagarður er kominn upp í endanlega hæð. Verkís Vinna við varnargarðana á Reykjanesi gengur vel. Búið er að flytja að mestu efni úr nærliggjandi námum og er nú nær eingöngu unnið með efni af svæðinu. Verklok munu skýrast á næstu tveimur vikum. „Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31