Við ræðum við formann Félags íslenskra flugumferðarstjóra í beinni útsendingu en að óbreyttu munu þeir leggja niður störf í næstu viku.
Þá rýnir Kristján Már Unnarsson í mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið en formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár.
Við hittum Grindvíkinga sem gerðu sér glaðan dag í dag og eru farnir að undirbúa jól fjarri heimilum sínum.
Þá lítum líka við í jólaskógi í fréttatímanum og fjöllum um handgerðan ís.