RÚV og íslenska táknmálið Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, Kolbrún Völkudóttir og Guðmundur Ingason skrifa 8. desember 2023 10:31 Sumarið 2021 var okkur sem grein þessa ritum sagt upp störfum sem táknmáls fréttaþulir. Við erum öll málhafar íslenska táknmálsins - öll heyrnarlaus. Okkur sagt upp á þeim forsendum að táknmálstúlkar (heyrandi) yrðu settir í að túlka fréttatímann kl. 19. Sagt var við undirritun á samningi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) að þetta yrði til að bæta þjónustu RÚV við táknmálsnotendur. Á þeim forsendum skrifaði forstöðumaður SHH undir samninginn en síðar kom í ljós að okkur yrði sagt upp og táknmálsfréttir í þeirri mynd sem þær hafa verið frá árinu 1981 lagðar niður. Það dró svart ský fyrir sólu við þessar fréttir. Málhöfum íslenska táknmálsins hent út úr RÚV húsinu í Efstaleiti. Við tók tími reiði, sorgar og vonleysis eftir tvo fundi með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og Önnu Sigríði Þráinsdóttu málfarsráðunauts RÚV og yfirmanni aðgengismála RÚV. Á síðari fundinum var lögfræðingur okkar Sævari Þór Jónssyni með, hann fengum til að gæta hagsmuna okkar, sem okkur fannst verða troðið á. Á þessum fundum komu fram hugmyndir frá Stefáni útvarpsstjóra um að við gætum fengið einhver verkefni og máttum við koma með hugmyndir að því. Sem við gerðum. Aldrei fengum við nein efnisleg svör frá honum um hugmyndir okkar eða þá að þær yrði framkvæmdar og sýndar- allar sem ein tengjast þær íslenska táknmálinu og væri kjörið efni í þáttagerð sem sýnt yrði í RÚV. En einu svörin sem við fengum á löngum tíma var að verið væri að skoða þær og ekkert meira, síðan í des 2021 höfum við ekkert heyrt frá RÚV nema kannski verið beðin um smá verkefni sem tengjast Eurovision söngvakeppninni og ekkert meira en það. Á sama tíma og þetta allt var í biðstöðu og í yfirdregnum loðnum sofandahátt útvarpsstjóra var sett upp einstök stefna um táknmál í RÚV. Þar átti að efla táknmálið og virða það. Veita því sama sess og íslenskri tungu innan RÚV. Hvernig væri það hægt án þess að hafa málhafa táknmálsins við stjórnvöllinn og hafa yfirumsjón með táknmáls verkefnum RÚV? Mitt í þessu öllu var okkur boðið í eina skiptið til kveðjuhófs í sal RÚV, þar sem kveðja átti okkur með virktum - við afþökkuðum boðið pent enda fannst okkur ekki við hæfi að að kveðja íslenska táknmálið út úr Efstaleitinu. Á sama tíma og þetta allt var og við að berjast við stjórnendur sem minnst vildu af okkur málhöfum táknmálsins vita; þurfum við að horfa upp á það að táknmálstúlkum var hrósað óspart og nú tveim árum síðar þegar nýjabrumið er runnið af þá hafa einhverjir jú haft af því orð að okkar sé saknað og því að túlkar segi öðruvísi frá - enda eru þeir að segja táknmál sem er í frásögn á forsendum íslenskunnar. Við þurfum líka að þola meira en það, við fengum illt umtal frá táknmáls samfélaginu um að við værum græðingsleg og óréttlát við táknmálstúlkana og breytingarnar, jafnvel líka það að við höfum unnið eitthvað illa sem var alls ekki. Ef horft skal á allt kapp sem við lögðum í starf okkar þá er það meira en bara mæting á hverjum degi í hvaða veðri sem er og í hvaða skapi sem er. Við mættum og stóðum okkar vakt í hvaða ástandi sem var. Við pössuðum upp á allt utanumhald. Og í öllu þessu þegar við fjögur heyrnarlaus misstum vinnuna í einu bretti heyrðist ekki bofs frá eina hagsmunafélagi heyrnarlausra á Íslandi; Félagi heyrnarlausra sem jafnvel bjó svo vel að vera með atvinnumálafulltrúa á sínum vegum. Við sendum félaginu bréf með beiðni um styrk fyrir lögfræðikostnaði og fengum neitun. Við reyndum að fá Öryrkjabandalag Íslands með okkur í lið og fá styrk fyrir lögfræðikostnaði en fengum nei þar í bæ. Það greip okkur engin. Ein okkar gekk á fund Lilju Alfreðsdóttur ráðherra og yfirmanns RÚV þar sem framkoma útvarpsstjóra RÚV við okkur var sett á borð ráðherra og á þeim sama fundi voru viðraðir þeir möguleikar á atvinnu í RÚV. Lilju ráðherra var brugðið við frásögnin og ætlaði að fara í málið, ræða við útvarpsstjórann undirmann sinn. Tæplega fjórum mánuðum eftir fundinn kom svar frá ráðherra um að hún ætli ekkert að aðhafast og málið er allt í höndum útvarpsstjóra sem sjálfur sagði henni að hann myndi taka þetta mál og leysa það. Ekkert heyrðist frá útvarpsstjóra og hefur ekki heyrst enn. Ekkert okkar hefur í dag heyrt frá RÚV þar sem óskað er eftir þekkingu okkar á íslenska táknmáli. Við lítum á okkur sem sérfræðinga í því og erum það. Það er móðgun við íslenska táknmálið sem er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum 61/2011 að leitað sé sérfræðiálit til annara en málhafa táknmálsins sjálfra. Öll reynsla okkar og þekking á fréttaflutning á táknmáli er einskis virði í augum stjórnenda RÚV. Það hefði verið hægt að nota þá reynslu sem við höfum og menntun á ótal vegu til að bæta aðgengi RÚV fyrir minnihlutahópa sem RÚV á að standa fyrir og ekki bara þegar kemur að táknmálinu heldur líka texta. Það þarf mikið að gerast til að bæta núverandi stöðu textunar á innlendu sjónvarpsefni í RÚV. Af þessu öllu stendur það mikilvægasta eftir; Íslenska táknmálið er í útrýmingarhættu og um það mál hefur Málnefnd um Íslenskt táknmál rökstutt og ályktað um. Því ber skýlaust að styðja það og efla með öllum mögulegum hætti og nýta á málhafa íslenska táknmálsins í það verkefni. Ein okkar fór lengri leið með málið og stefndi RÚV fyrir héraðsdóm. Dómur hefur verið kveðin upp og var ekki sá sem sóst var eftir, þó svo má sjá örla þess í dómsorði að dómarinn var ekki alveg sannfærður um málflutning RÚV því dómarinn felldi niður málskostnað sem krafist var á stefnanda. Það var líka viðurkennt að stefnandi hafi unnið í 36 ár hjá RÚV. Þetta er ekki búið og fyrir okkur er þetta réttindamál. Það þarf nefnilega að snúa dóminum við og mun að öllum líkindum í þessum skrifuðum orðum vera flutt fyrir Landsrétti. Ákvörðun RÚV var ekki tekin í neinu samráði við okkur sem unnum starf táknmálsþula í mörg ár, höfðum hugmyndir og lausnir og fleira spennandi á takteinum í að bæta þjónustu RÚV við táknmálið. Forsendur ákvörðunnar eru þær að vel hefði gengið að hafa táknmálstúlk í 19 fréttum á COVID tímanum, líka vísað í könnun sem Félag heyrnarlausra stóð fyrir og var að endanum ekki nógu borðleggjandi til að fara eftir vegna galla, eins og leiðandi spurningar og spurningar lagðar fyrir á íslensku ritmáli en ekki táknmáli fyrir táknmálsmálhafa. Ef vilji var í alvöru fyrir að bæta þjónustuna þá átti að tala við okkur, útvega okkur ný störf, slípa hlutina til að gera enn betur. Við vorum boðin og búin til þess, við vildum líka fá okkar tækifæri til að leggja rækt í nýsköpun á táknmáli í sjónvarpi allra landsmanna. Mínúturnar 8-10 sem táknmálsfréttir áttu í dagskránni hvern einasta dag vikunnar sem eru í allt ef vikulega er talið í mínútum 30-35 mikilvægar mínútur hefði mátt nýta t.d. í tvenna 15 mín þætti á viku sem málhafar táknmálsins ynnu við en því miður er sá tími nú notaður í “Lag dagsins”, sem nú er fastur liður í dagskrá. Það hefði verið skynsamlegt að nota þann tíma í íslenskt táknmál. Þannig að skömm útvarpsstjóra er mikil í að nota sitt persónulega áhugamál til að bola táknmáli burt og þar með fjórum málhöfum táknmálsins. Þannig horfum við á þessara mikilvægu mínútna sem táknmálið átti fastan sess í dagskrá í RÚV frá upphafi táknmálsfrétta árið 1981. Staðan núna í dag er sú að SHH hefur tilkynnti RÚV formlega að samningur um að útvega táknmálstúlka fyrir 19 fréttir er ekki endurnýjaður. RÚV þarf því að leita að táknmálstúlkum og ráða þá. Heyrst hefur nú að RÚV ætli að fastráða einn táknmálstúlk heyrandi sem á að sjá um túlka 19 fréttir 3-4 sinnum á viku og líka sjá um Krakkafréttir. Í aðra tíma sem vantar upp á verður ráðin verktaki. Það á að funda með túlkum frá frá SHH. Það er því mögulega útséð í þessum skrifuðum orðum að sjálfstæðum táknmálstúlkum verður ekki boðið að vera með. Dæmi nú hver sem vill fyrir sig, hvort þetta sé löglegt eða eins siðlaust og um getur. Sé þetta rétt og gangi þetta eftir þá sýnist okkur í fljótu bragði að atvinnuöryggi heyrandi sem kunna táknmál er meira metið en okkar málhafa táknmálsins sem eru heyrnarlaus. Það er stór mismunun. Rétt er að geta þess að forsendurnar þegar byrjað var að mennta táknmálstúlka hér á Íslandi fyrir rösklega 30 árum síðan (fyrstu táknmálstúlkar útskrifuðust frá HÍ 1997) voru þær að við heyrnarlausir málhafa táknmálsins gætum verið hluti af heildinni, verið sömu þátttakendur í samfélaginu og heyrandi. Táknmálstúlkar yrðu þar með brú okkar að atvinnulífinu, félagslífi og óteljandi annara hluta þegar kemur að því að vera hluti af heildinni. Það stóð aldrei fyrir að táknmálstúlkar yrðu látnir koma í stað okkar málhafa táknmálsins. Við erum enn reið og það er illa farið með íslenska táknmálið hér á Íslandi þegar svona er komið fram við málhafa táknmálsins og það sérstaklega í RÚV sem er fjölmiðill í almannaþágu. Grein þessa rita Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, Kolbrún Völkudóttir og Guðmundur Ingason. Öll hafa unnið sem táknmáls fréttaþulir í RÚV um árabil og var sagt upp, eru heyrnarlaus og málhafar íslenska táknmálsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Táknmál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2021 var okkur sem grein þessa ritum sagt upp störfum sem táknmáls fréttaþulir. Við erum öll málhafar íslenska táknmálsins - öll heyrnarlaus. Okkur sagt upp á þeim forsendum að táknmálstúlkar (heyrandi) yrðu settir í að túlka fréttatímann kl. 19. Sagt var við undirritun á samningi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) að þetta yrði til að bæta þjónustu RÚV við táknmálsnotendur. Á þeim forsendum skrifaði forstöðumaður SHH undir samninginn en síðar kom í ljós að okkur yrði sagt upp og táknmálsfréttir í þeirri mynd sem þær hafa verið frá árinu 1981 lagðar niður. Það dró svart ský fyrir sólu við þessar fréttir. Málhöfum íslenska táknmálsins hent út úr RÚV húsinu í Efstaleiti. Við tók tími reiði, sorgar og vonleysis eftir tvo fundi með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og Önnu Sigríði Þráinsdóttu málfarsráðunauts RÚV og yfirmanni aðgengismála RÚV. Á síðari fundinum var lögfræðingur okkar Sævari Þór Jónssyni með, hann fengum til að gæta hagsmuna okkar, sem okkur fannst verða troðið á. Á þessum fundum komu fram hugmyndir frá Stefáni útvarpsstjóra um að við gætum fengið einhver verkefni og máttum við koma með hugmyndir að því. Sem við gerðum. Aldrei fengum við nein efnisleg svör frá honum um hugmyndir okkar eða þá að þær yrði framkvæmdar og sýndar- allar sem ein tengjast þær íslenska táknmálinu og væri kjörið efni í þáttagerð sem sýnt yrði í RÚV. En einu svörin sem við fengum á löngum tíma var að verið væri að skoða þær og ekkert meira, síðan í des 2021 höfum við ekkert heyrt frá RÚV nema kannski verið beðin um smá verkefni sem tengjast Eurovision söngvakeppninni og ekkert meira en það. Á sama tíma og þetta allt var í biðstöðu og í yfirdregnum loðnum sofandahátt útvarpsstjóra var sett upp einstök stefna um táknmál í RÚV. Þar átti að efla táknmálið og virða það. Veita því sama sess og íslenskri tungu innan RÚV. Hvernig væri það hægt án þess að hafa málhafa táknmálsins við stjórnvöllinn og hafa yfirumsjón með táknmáls verkefnum RÚV? Mitt í þessu öllu var okkur boðið í eina skiptið til kveðjuhófs í sal RÚV, þar sem kveðja átti okkur með virktum - við afþökkuðum boðið pent enda fannst okkur ekki við hæfi að að kveðja íslenska táknmálið út úr Efstaleitinu. Á sama tíma og þetta allt var og við að berjast við stjórnendur sem minnst vildu af okkur málhöfum táknmálsins vita; þurfum við að horfa upp á það að táknmálstúlkum var hrósað óspart og nú tveim árum síðar þegar nýjabrumið er runnið af þá hafa einhverjir jú haft af því orð að okkar sé saknað og því að túlkar segi öðruvísi frá - enda eru þeir að segja táknmál sem er í frásögn á forsendum íslenskunnar. Við þurfum líka að þola meira en það, við fengum illt umtal frá táknmáls samfélaginu um að við værum græðingsleg og óréttlát við táknmálstúlkana og breytingarnar, jafnvel líka það að við höfum unnið eitthvað illa sem var alls ekki. Ef horft skal á allt kapp sem við lögðum í starf okkar þá er það meira en bara mæting á hverjum degi í hvaða veðri sem er og í hvaða skapi sem er. Við mættum og stóðum okkar vakt í hvaða ástandi sem var. Við pössuðum upp á allt utanumhald. Og í öllu þessu þegar við fjögur heyrnarlaus misstum vinnuna í einu bretti heyrðist ekki bofs frá eina hagsmunafélagi heyrnarlausra á Íslandi; Félagi heyrnarlausra sem jafnvel bjó svo vel að vera með atvinnumálafulltrúa á sínum vegum. Við sendum félaginu bréf með beiðni um styrk fyrir lögfræðikostnaði og fengum neitun. Við reyndum að fá Öryrkjabandalag Íslands með okkur í lið og fá styrk fyrir lögfræðikostnaði en fengum nei þar í bæ. Það greip okkur engin. Ein okkar gekk á fund Lilju Alfreðsdóttur ráðherra og yfirmanns RÚV þar sem framkoma útvarpsstjóra RÚV við okkur var sett á borð ráðherra og á þeim sama fundi voru viðraðir þeir möguleikar á atvinnu í RÚV. Lilju ráðherra var brugðið við frásögnin og ætlaði að fara í málið, ræða við útvarpsstjórann undirmann sinn. Tæplega fjórum mánuðum eftir fundinn kom svar frá ráðherra um að hún ætli ekkert að aðhafast og málið er allt í höndum útvarpsstjóra sem sjálfur sagði henni að hann myndi taka þetta mál og leysa það. Ekkert heyrðist frá útvarpsstjóra og hefur ekki heyrst enn. Ekkert okkar hefur í dag heyrt frá RÚV þar sem óskað er eftir þekkingu okkar á íslenska táknmáli. Við lítum á okkur sem sérfræðinga í því og erum það. Það er móðgun við íslenska táknmálið sem er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum 61/2011 að leitað sé sérfræðiálit til annara en málhafa táknmálsins sjálfra. Öll reynsla okkar og þekking á fréttaflutning á táknmáli er einskis virði í augum stjórnenda RÚV. Það hefði verið hægt að nota þá reynslu sem við höfum og menntun á ótal vegu til að bæta aðgengi RÚV fyrir minnihlutahópa sem RÚV á að standa fyrir og ekki bara þegar kemur að táknmálinu heldur líka texta. Það þarf mikið að gerast til að bæta núverandi stöðu textunar á innlendu sjónvarpsefni í RÚV. Af þessu öllu stendur það mikilvægasta eftir; Íslenska táknmálið er í útrýmingarhættu og um það mál hefur Málnefnd um Íslenskt táknmál rökstutt og ályktað um. Því ber skýlaust að styðja það og efla með öllum mögulegum hætti og nýta á málhafa íslenska táknmálsins í það verkefni. Ein okkar fór lengri leið með málið og stefndi RÚV fyrir héraðsdóm. Dómur hefur verið kveðin upp og var ekki sá sem sóst var eftir, þó svo má sjá örla þess í dómsorði að dómarinn var ekki alveg sannfærður um málflutning RÚV því dómarinn felldi niður málskostnað sem krafist var á stefnanda. Það var líka viðurkennt að stefnandi hafi unnið í 36 ár hjá RÚV. Þetta er ekki búið og fyrir okkur er þetta réttindamál. Það þarf nefnilega að snúa dóminum við og mun að öllum líkindum í þessum skrifuðum orðum vera flutt fyrir Landsrétti. Ákvörðun RÚV var ekki tekin í neinu samráði við okkur sem unnum starf táknmálsþula í mörg ár, höfðum hugmyndir og lausnir og fleira spennandi á takteinum í að bæta þjónustu RÚV við táknmálið. Forsendur ákvörðunnar eru þær að vel hefði gengið að hafa táknmálstúlk í 19 fréttum á COVID tímanum, líka vísað í könnun sem Félag heyrnarlausra stóð fyrir og var að endanum ekki nógu borðleggjandi til að fara eftir vegna galla, eins og leiðandi spurningar og spurningar lagðar fyrir á íslensku ritmáli en ekki táknmáli fyrir táknmálsmálhafa. Ef vilji var í alvöru fyrir að bæta þjónustuna þá átti að tala við okkur, útvega okkur ný störf, slípa hlutina til að gera enn betur. Við vorum boðin og búin til þess, við vildum líka fá okkar tækifæri til að leggja rækt í nýsköpun á táknmáli í sjónvarpi allra landsmanna. Mínúturnar 8-10 sem táknmálsfréttir áttu í dagskránni hvern einasta dag vikunnar sem eru í allt ef vikulega er talið í mínútum 30-35 mikilvægar mínútur hefði mátt nýta t.d. í tvenna 15 mín þætti á viku sem málhafar táknmálsins ynnu við en því miður er sá tími nú notaður í “Lag dagsins”, sem nú er fastur liður í dagskrá. Það hefði verið skynsamlegt að nota þann tíma í íslenskt táknmál. Þannig að skömm útvarpsstjóra er mikil í að nota sitt persónulega áhugamál til að bola táknmáli burt og þar með fjórum málhöfum táknmálsins. Þannig horfum við á þessara mikilvægu mínútna sem táknmálið átti fastan sess í dagskrá í RÚV frá upphafi táknmálsfrétta árið 1981. Staðan núna í dag er sú að SHH hefur tilkynnti RÚV formlega að samningur um að útvega táknmálstúlka fyrir 19 fréttir er ekki endurnýjaður. RÚV þarf því að leita að táknmálstúlkum og ráða þá. Heyrst hefur nú að RÚV ætli að fastráða einn táknmálstúlk heyrandi sem á að sjá um túlka 19 fréttir 3-4 sinnum á viku og líka sjá um Krakkafréttir. Í aðra tíma sem vantar upp á verður ráðin verktaki. Það á að funda með túlkum frá frá SHH. Það er því mögulega útséð í þessum skrifuðum orðum að sjálfstæðum táknmálstúlkum verður ekki boðið að vera með. Dæmi nú hver sem vill fyrir sig, hvort þetta sé löglegt eða eins siðlaust og um getur. Sé þetta rétt og gangi þetta eftir þá sýnist okkur í fljótu bragði að atvinnuöryggi heyrandi sem kunna táknmál er meira metið en okkar málhafa táknmálsins sem eru heyrnarlaus. Það er stór mismunun. Rétt er að geta þess að forsendurnar þegar byrjað var að mennta táknmálstúlka hér á Íslandi fyrir rösklega 30 árum síðan (fyrstu táknmálstúlkar útskrifuðust frá HÍ 1997) voru þær að við heyrnarlausir málhafa táknmálsins gætum verið hluti af heildinni, verið sömu þátttakendur í samfélaginu og heyrandi. Táknmálstúlkar yrðu þar með brú okkar að atvinnulífinu, félagslífi og óteljandi annara hluta þegar kemur að því að vera hluti af heildinni. Það stóð aldrei fyrir að táknmálstúlkar yrðu látnir koma í stað okkar málhafa táknmálsins. Við erum enn reið og það er illa farið með íslenska táknmálið hér á Íslandi þegar svona er komið fram við málhafa táknmálsins og það sérstaklega í RÚV sem er fjölmiðill í almannaþágu. Grein þessa rita Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, Kolbrún Völkudóttir og Guðmundur Ingason. Öll hafa unnið sem táknmáls fréttaþulir í RÚV um árabil og var sagt upp, eru heyrnarlaus og málhafar íslenska táknmálsins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun