Hætt að versla við Kjörís vegna tengsla við dómsmálaráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2023 10:58 Signý Jóhannesdóttir (t.v.), fyrrverandi varaforseti ASÍ, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Signý Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, kveðst vera hætt að versla við Kjörís vegna tengsla „ísdrottningarinnar“ Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirtækið en hún er einn eigenda þess. Hún segir framkoma ráðherra gagnvart hælisleitendum vera eitthvað sem siðað fólk láti ekki bjóða sér. Hún segir frá þessu í skoðanapistli sem hún birti hér á Vísi í morgun. Titill pistilsins er „Gefum við Rósi skít í ráðherrann?“ Ísdrottningin beri nafn með rentu „Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu.“ Svona hefst grein Signýjar áður en hún fer yfir hvernig hún hefur mótmælt hinum ýmsu aðgerðum síðustu ár. Til að mynda sagði hún sig bæði úr Þjóðkirkjunni og Samfylkingunni vegna ákveðinna mála, sem og upp áskrift hennar af Morgunblaðinu þegar Davíð Oddsson tók þar við sem ritstjóri. „Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play,“ skrifar Signý. Vill að fólk standi með skoðunum sínum Hún bendir á að hún sé fullmeðvituð um að aðgerðir hennar einar og sér færi ekki fjöll. Þrátt fyrir það haldi hún áfram að reyna að hafa áhrif á aðra, svo fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. „Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér,“ skrifar Signý. Hún segir hundinn ekki hafa tekið vel í hugmyndina um að skíta á tröppurnar, þá einna helst þar sem honum þyki vænt um eigin úrgang og svo elski hann ís. „Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili,“ skrifar Signý að lokum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er einn eigenda Kjöríss og var um tíma framkvæmdastjóri félagsins. Þá sat hún í stjórn þar um árabil en faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði félagið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ís Flóttamenn Alþingi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Hún segir frá þessu í skoðanapistli sem hún birti hér á Vísi í morgun. Titill pistilsins er „Gefum við Rósi skít í ráðherrann?“ Ísdrottningin beri nafn með rentu „Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu.“ Svona hefst grein Signýjar áður en hún fer yfir hvernig hún hefur mótmælt hinum ýmsu aðgerðum síðustu ár. Til að mynda sagði hún sig bæði úr Þjóðkirkjunni og Samfylkingunni vegna ákveðinna mála, sem og upp áskrift hennar af Morgunblaðinu þegar Davíð Oddsson tók þar við sem ritstjóri. „Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play,“ skrifar Signý. Vill að fólk standi með skoðunum sínum Hún bendir á að hún sé fullmeðvituð um að aðgerðir hennar einar og sér færi ekki fjöll. Þrátt fyrir það haldi hún áfram að reyna að hafa áhrif á aðra, svo fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. „Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér,“ skrifar Signý. Hún segir hundinn ekki hafa tekið vel í hugmyndina um að skíta á tröppurnar, þá einna helst þar sem honum þyki vænt um eigin úrgang og svo elski hann ís. „Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili,“ skrifar Signý að lokum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er einn eigenda Kjöríss og var um tíma framkvæmdastjóri félagsins. Þá sat hún í stjórn þar um árabil en faðir hennar, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði félagið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ís Flóttamenn Alþingi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira