Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 21:01 Leigurogið var opnað klukkan tvö í dag. Vísir/Ívar Fannar Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól. Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“ Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46
Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44