Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 21:01 Leigurogið var opnað klukkan tvö í dag. Vísir/Ívar Fannar Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól. Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“ Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46
Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44