Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 18:36 Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir enn ekki óhætt fyrir íbúa Grindavíkur að dvelja að nóttu til í bænum. Vísir/Arnar Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Þannig telja vísindamenn Veðurstofunnar að á meðan land haldi áfram að rísa við Svartsengi séu líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. „Landris undir Svartsengi heldur áfram og eins og kemur fram í hættumatinu þá getur orðið kvikuhlaup og ný atburðarás með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofa horfir á að það geti verið allt niður í tveggja tíma fyrirvari á slíku en við fengjum fyrirvara á frekari atburðum þarna,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna. Hann segir hættustig almannavarna áfram í gildi og reglur um viðveru fólks í Grindavík séu óbreyttar. Unnið sé að ýmsum viðgerðum og þeim þurfi að ljúka áður en hægt sé að segja að svæðið sé öruggt. Þá sé lítið hægt að segja til um það nú hvenær íbúar geti aftur flutt heim. „Því miður þá er svona erfitt að segja til um það. Við erum alltaf að endurskoða þetta og vona svona að þessi tímalengd sem við sjáum sé styttri en við höfum talað um.“ Unnið er að því laga skemmdir í Grindavík. Vísir/Einar Skemmdir séu á öðrum grunnskólanum í bænum og einnig á leikskólum og því langt í að starfsemi geti hafist þar á ný. Hann eigi ekki von á að slík þjónusta verði aftur í boði fyrr en í vor. „Þó að fólk gæti kannski hugsanlega verið heima hjá sér þá verður þjónustan í bænum mjög takmörkuð í mjög langan tíma.“ Hótel Bláa lónsins ekki opnað meðan ekki má vera í Grindavík á nóttunni Víðir segist finna fyrir því að sífellt fleiri Grindvíkingar vilji fá að fara heim til sín. „Við erum stöðugt að endurmeta ástandið út frá því hvenær hægt verður að búa að einhverju leyti í Grindavík.“ Enn er engin starfsemi í Bláa lóninu. Til skoðunar var að opna það aftur á morgun en það verður ekki gert. „Það verður endurmat á því eftir helgina. Það er sem sagt stöðufundur um það mál á mánudaginn.“ Víðir segir að þó mögulega verði hægt að opna fyrir gesti í lónið á ný á næstunni gildi ekki það sama um hótelið. „Ef það er ekki talið öruggt að vera í Grindavík á nóttunni þá verður hótelið ekki opnað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8. desember 2023 16:32
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10
Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. 6. desember 2023 11:45