„Alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið“ Stefán Marteinn skrifar 8. desember 2023 22:16 Pétur Ingvarsson og lærisveinar unnu frábæran sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í kvöld þegar lokaleikur 10. umferðar Subway deildar karla fór fram í Ljónagryfjunni. Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem náði þó aldrei þeirri spennu sem vonast var eftir því gestirnir í Keflavík voru hreinlega bara mun betri í kvöld og sóttu virkilega sannfærandi sigur, lokatölur 82-103. „Það er gaman að vinna hérna, við erum ekki vanir því. Við lögðum kannski líka áherslu á að vinna hérna frákasta baráttuna. Við töpuðum henni mjög stórt hérna í bikarleiknum og þar bættum við okkur sem var lykillinn af þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík tóku yfir leikinn snemma í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl og vildi Pétur meina að undirbúningurinn hafi skipt lykilmáli aðspurður um hvar honum fyndist leikurinn hafa unnist. „Hann eiginlega vannst bara í þessari viku. Við náðum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og það er búin að vera góður undirbúningur hjá liðinu og það er svona lykilinn af þessu.“ Njarðvíkingar hafa sýnt í vetur að þeir geta vel skotið boltanum og verið með góða skotnýtingu en það gekk lítið upp hjá þeim í dag. „Ég er alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið en það trúir því enginn en mér er alveg sama. Við höldum bara áfram að gera það sem við erum góðir í.“ Pétur vildi ekki meina að mont rétturinn í bænum eða stórsigur hafi endilega verið það sem var lagt upp með en sagði það vissulega bónus í átt að markmiðum Keflavíkurliðsins. „Auðvitað er það svona smá bónus í þessu en þetta er bara einn hóll sem að maður er að vinna og það er enginn orusta unninn. Við erum að stefna á tvo hluti og einn af þeim var ekki að vinna hérna (svona stórt), þetta var ekki einn af þeim hlutum sem við lögðum upp með að gera í vetur. Við erum með ákveðin markmið og það er það sem við erum að vinna í.“ Keflavík er núna komið í þéttan pakka á toppi deildarinnar og sitja þar í efsta sætinu á innbyrðis viðureignum og útlitið því bjart. „Ég held að við séum örugglega með innbyrðis viðureignina besta þannig við eigum að vera efstir þannig ég held að leiðin liggi ekkert meira upp á við en þetta er langt tímabil og ef tímabilið væri búið eftir tíu leiki þá væri ég alveg sáttur en það eru alveg tólf leikir eftir þannig það gefur okkur ekki neitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Keflavík vann nokkuð óvæntan stórsigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Með sigri hefði Njarðvík komist á topp deildarinnar en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2023 21:00